Þjónustuhugtökin tólf

Þjónustuhugtökin tólf

Þjónustuhugtökin endurspegla meginreglur Al-Anon sem hafa sannað gildi sitt við að aðstoða þjónustueiningar Al-Anon að eiga árangursríkt samstarf.

1.    Endanleg ábyrgð og forræði alþjóðaþjónustu Al-Anon er í höndum Al-Anon deilda.

2.    Al-Anon fjölskyldudeildirnar hafa falið ráðstefnu og þjónustugeira hennar fullt stjórnunar- og framkvæmdavald.

3.    Rétturinn til ákvarðana er forsenda áhrifamikillar forystu.

4.    Þátttaka er lykillinn að jafnvægi.

5.    Rétturinn til áfrýjunar og endurupptöku verndar minnihlutann og tryggir að álit hans heyrist.

6.    Ráðstefnan staðfestir að stjórnunarleg ábyrgð sé fyrst og fremst í höndum fulltrúa stjórnarnefndarinnar.

7.    Réttur fulltrúa stjórnarnefndarinnar ákvarðast af lögum en réttur ráðstefnunnar er byggður á erfðavenjum.

8.    Stjórnarnefnd felur framkvæmdanefnd fullt vald yfir daglegum rekstri höfuðstöðva Al-Anon.

9.    Góð forysta er nauðsynleg á öllum stigum þjónustunnar. Í alþjóðaþjónustu tekur stjórnarnefndin að sér aðalforystu.

10. Jafnvægi í ábyrgð þjónustu er tryggt með því að afmarka valdsvið hennar nákvæmlega og þannig er komið í veg fyrir tvöfalda stjórnun.

11. Alþjóðaþjónustuskrifstofan (WSO) samanstendur af völdum nefndum, framkvæmdastjórn og starfsfólki.

12. Andlegur grundvöllur alþjóðaþjónustu Al-Anon er fólginn í almennum ábyrgðaryfirlýsingum ráðstefnunnar, í 12. grein stofnskrárinnar.